Skautafélag Akureyrar, SA, varð í kvöld Íslandsmeistari í íshokkí þriðja árið í röð.
SA pakkaði þá Skautafélagi Reykjavíkur, SR, saman, 7-0, í fimmta leik liðanna. SA vann því rimmu liðanna 4-1 samtals og er afar vel að titlinum komið.
Yfirburðir Norðanmanna í kvöld voru miklir eins og lokatölurnar bera með sér. Liðið steig upp í úrslitakeppninni en SR vann deildakeppnina.
Rúnar F. Rúnarsson, Stefán Hrafnsson (2), Jón B. Gíslason, Ingvar Þór Jónsson, Jóhann Már Leifsson og Samuel Krakavar skoruðu mörk SA í kvöld að því er fram kemur á mbl.is.
SA Íslandsmeistari eftir stórsigur

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

