Illugi Jökulsson í Facebook-útlegð Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 18:30 Vísir/GVA Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“ Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp