Mercedes-Benz GLE 17% sparneytnari Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 14:05 Mercedes Benz GLE jeppinn. Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir
Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir