Formúla 1 fyrir konur Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 09:35 Susie Wolff er reynsluökumaður hjá Formúlu 1 liði Williams. Bernie Ecclestone, eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur mikinn áhuga á því að efna til sérstakrar mótaraðar í Formúlu 1 þar sem eingöngu kvenfólk yrðu ökumenn. Ecclestone telur að hvorki muni vanta áhorfendurna, auglýsingarnar eða styrktaraðilana fyrir slíka mótaröð. Ecclestone sér það fyrir sér að keppni kvenökumannanna færi fram á undan keppni karlökumannanna á sunnudögum. Eini vandinn sem hinn 84 ára eigandi Formúlu 1 sér við þessa hugmynd sína sé fólgin í því að fá nógu marga hæfa kvenökumenn til að halda úti heilli mótaröð. Ekki er mikið um kvenfólk sem keppir í þeim hraðakstursmótaröðum sem nú er keppt í í heiminum og enginn keppandi í Formúlu 1 er kvenkyns. Susie Wolff er 32 ára reynsluaksturmaður hjá Williams liðinu og hún hefur alla ævi keppt við karlmenn, meðal annars í Formúlu 3 keppnisröðinni. Carmen Jorda keppir fyrir Lotus í GP3 mótaröðinni og hin bandaríska Danica Patrick hefur lengi keppt í Nascar mótaröðinni vestanhafs og hún hefur margsinnis verið talin líkleg sem Formúlu 1 ökumaður. Nokkur þekkt önnur nöfn í röðum kvenökumanna hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir ökumenn ef af Formúlu 1 meðal kvenna yrði, þar á meðal Rahel Frey, Sarah Fisher, Pippa Mann, Natacha Gachnang og Maria de Villota. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent
Bernie Ecclestone, eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur mikinn áhuga á því að efna til sérstakrar mótaraðar í Formúlu 1 þar sem eingöngu kvenfólk yrðu ökumenn. Ecclestone telur að hvorki muni vanta áhorfendurna, auglýsingarnar eða styrktaraðilana fyrir slíka mótaröð. Ecclestone sér það fyrir sér að keppni kvenökumannanna færi fram á undan keppni karlökumannanna á sunnudögum. Eini vandinn sem hinn 84 ára eigandi Formúlu 1 sér við þessa hugmynd sína sé fólgin í því að fá nógu marga hæfa kvenökumenn til að halda úti heilli mótaröð. Ekki er mikið um kvenfólk sem keppir í þeim hraðakstursmótaröðum sem nú er keppt í í heiminum og enginn keppandi í Formúlu 1 er kvenkyns. Susie Wolff er 32 ára reynsluaksturmaður hjá Williams liðinu og hún hefur alla ævi keppt við karlmenn, meðal annars í Formúlu 3 keppnisröðinni. Carmen Jorda keppir fyrir Lotus í GP3 mótaröðinni og hin bandaríska Danica Patrick hefur lengi keppt í Nascar mótaröðinni vestanhafs og hún hefur margsinnis verið talin líkleg sem Formúlu 1 ökumaður. Nokkur þekkt önnur nöfn í röðum kvenökumanna hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir ökumenn ef af Formúlu 1 meðal kvenna yrði, þar á meðal Rahel Frey, Sarah Fisher, Pippa Mann, Natacha Gachnang og Maria de Villota.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent