Brautryðjandinn ryður áfram brautir Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 12:23 Gluggað inní dýrðina á nýrri kynslóð Subaru Outback. Reynsluakstur - Subaru Outback Nýlega kom til landsins ný kynslóð hins hæfa bíls Subaru Outback sem frá upphafi hefur grimmselst bæði hérlendis sem erlendis. Það var með mikilli tilhlökkun sem greinarritari prófaði þennan bíl í Slóveníu og Ítalíu fyrir skömmu. Sem fyrr staðfestist það mikla álit sem ég hef ávallt haft á þessum bíl og varð til þess að einn slíkur var fjölskylduvinur til nokkurra ára. Subaru Outback breytti á sínum tíma bílaheiminum því hann bjó til nýjan flokk bíla sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa bætt bílum í síðan. Komu þar fyrstir í kjölfarið Volvo XC70 og Audi Allroad, en á síðari árum fleiri bílar, t.d. Skoda Octavia Scout, Volkswagen Passat Alltrack og Peugeot 508 RXH Hybrid4. Allt eru þetta háfættir langbakar með fjórhjóladrifi, en allir eiga það sameiginlegt að fylgja í spor Subaru Outback. Subaru Outback kom að fyrstu kynslóð árið 1994, en nýr Outback kemur nú af fimmtu kynslóð.Hentugur á ÍslandiVart er hægt að finna bíl sem hentar betur íslenskum aðstæðum og það verður ekki annað sagt en Outback sameini margt sem er svo nauðsynlegt er kemur að bílum. Fyrir það fyrsta er hann frábær er kemur að erfiðari aðstæðum og þar sem hann er bæði háfættur og búinn rómuðu fjórhjóladrifi Subaru er hann afar hentugur bíll þar sem snjór og erfiðari vegir mæta ökumönnum, eins og á Íslandi. Outback er afar rúmgóður bíll sem fer létt með vísitölufjölskylduna á ferðalagi og með mikið flutningsrými. Hann er einn öruggasti bíll sem hægt er að eignast, en Subaru hefur einfaldlega fengið hæstu einkunn öryggisstofnana um heim allan fyrir allar bílgerðir sínar, ekki bara Outback. Núna er Outback orðinn eyðslugrannur bíll sem hann var nú ekkert sérlega þekktur fyrir áður. Núna er Outback líka orðinn fallegur aftur því síðasta kynslóð hans var mikil afturför frá þeim fyrstu þremur. Enda má segja að ytra útlit hans sé afturhvarf til fortíðarinnar og ljóst að Subaru menn hafa áttað sig á mistökunum við síðustu kynslóð.Magnaður Eyesight öryggisbúnaðurMeð nýjum Eyesight öryggisbúnaði, sem enginn annar bílaframleiðandi státar af, er Outback orðinn ennþá öruggari og er það á ferð staðalbúnaður. Eyesight er athygliverður búnaður sem styðst við tvær myndavélar sem greina hættu með þrívíðum hætti og getur tekið yfir stjórnbúnað bílsins ef hættu ber á höndum. Hreint magnað var að prófa þennan búnað þar sem ekið var hratt að aðsteðjandi hættu og öllum pedulum sleppt og taugarnar þandar. Bíllinn brást fullkomlega við og stöðvaðist sjálfur áður en að árekstri kom. Subaru Outback verður sem fyrr boðinn með dísil- og bensínvél og báðar af boxer-gerð, eins og í öllum öðrum gerðum Subaru bíla. Bensínvélin er 2,5 lítra og 175 hestöfl. Þrælskemmtileg vél þar og snörp sem tengd er við furðuskemmtilega CVT sjálfskiptingu. Dísilvélin er 2,0 lítra og 150 hestafla og togar mjög vel og dugar bílnum jafn vel og bensínvélin. Í Bandaríkjunum er Outback í boði með 3,6 lítra öflugri bensínvél en sú útfærsla er ekki í boði í Evrópu og yrði líklega ansi dýr. Talandi um verð þá er Outback á flottu verði, bensínbíllinn frá 6.290.000 kr. og dísilbíllinn á 6.590.000 kr. Eftir reynsluakstur þeirra beggja myndi ég kjósa bensínbílinn þó báðir séu þeir góðir.Frábær akstursbíllSubaru Outback hefur alltaf verið góður akstursbíll, en bara ennþá betri núna. Subaru, með sínar þverstæðu og lágt liggjandi boxer vélar smíða aðeins góða akstursbíla. Líkt og með Porsche bíla, sem einnig notast við boxer vélar, er þyngdarpunktur þeirra lágur og fyrir vikið akstureiginleikarnir betri en almennt gerist. Alveg er sama hvort þeyst er á malbiki í byggð eða sprett úr spori á erfiðari vegum um ófærur leikur bíllinn í höndunum á ökumanni. Í Slóveníu var einmitt farið um fjallvegi, stundum ómalbikað og þvílíkur unaður að aka bílnum við slíkar aðstæður. Hann fór líka létt með að ná 200 km hraða á hraðbraut. Subaru er þekkt, líkt og Audi, fyrir frábært fjórhjóladrif sitt og því er það bara tilhlökkun fyrir eigendur Outback þegar fer að snjóa á Íslandi. Ólíkt mörgum öðrum bílaframleiðendum sem lækkað hafa bíla sína með nýjum kynslóðum þeirra er Outback enn með 20 cm undir lægsta punkt, það sama og Jeep Cherokee. Eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur. Subaru hefur búið þessa nýju kynslóð Outback vel af staðalbúnaði og nýtt aðgerðarkerfi með miðjusettum skjá tekur því gamla mikið fram. Að auki er innréttingin lagleg þó hún slái ekki í lúxusbílinn Audi Allroad, enda miklu dýrari bíll þar á ferð. Nýr Outback er örlítið lengri en forverinn en samt hefur innanrýmið aukist talsvert og skottið er gríðarstórt. Ein mesta breytingin frá fyrri kynslóð er hve hljóðlátur bíllinn er, þögnin er eins og í lúxusbíl. Subaru Outback er áfram frábær kostur og ekki ætti verðið að hræða frá.Kostir: Rými, aksturseiginleikar, vélar, verðÓkostir: Verð á viðbótarbúnaði, CVT-skipting við fulla inngjöf 2,5 l. bensínvél, 175 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 163 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð: kr. 6.290.000 Umboð: BLSmekklegt og fremur naumhyggjulegt innanrými, ekki ólíkt og í bílum Volvo.Bíllinn reyndist frábær í glímunni við torfærari vegi Slóveníu.Eyesight öryggisbúnaðurinn styðst við tvær myndavélar sem fær þrívíða mynd af aðsteðjandi hættu. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent
Reynsluakstur - Subaru Outback Nýlega kom til landsins ný kynslóð hins hæfa bíls Subaru Outback sem frá upphafi hefur grimmselst bæði hérlendis sem erlendis. Það var með mikilli tilhlökkun sem greinarritari prófaði þennan bíl í Slóveníu og Ítalíu fyrir skömmu. Sem fyrr staðfestist það mikla álit sem ég hef ávallt haft á þessum bíl og varð til þess að einn slíkur var fjölskylduvinur til nokkurra ára. Subaru Outback breytti á sínum tíma bílaheiminum því hann bjó til nýjan flokk bíla sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa bætt bílum í síðan. Komu þar fyrstir í kjölfarið Volvo XC70 og Audi Allroad, en á síðari árum fleiri bílar, t.d. Skoda Octavia Scout, Volkswagen Passat Alltrack og Peugeot 508 RXH Hybrid4. Allt eru þetta háfættir langbakar með fjórhjóladrifi, en allir eiga það sameiginlegt að fylgja í spor Subaru Outback. Subaru Outback kom að fyrstu kynslóð árið 1994, en nýr Outback kemur nú af fimmtu kynslóð.Hentugur á ÍslandiVart er hægt að finna bíl sem hentar betur íslenskum aðstæðum og það verður ekki annað sagt en Outback sameini margt sem er svo nauðsynlegt er kemur að bílum. Fyrir það fyrsta er hann frábær er kemur að erfiðari aðstæðum og þar sem hann er bæði háfættur og búinn rómuðu fjórhjóladrifi Subaru er hann afar hentugur bíll þar sem snjór og erfiðari vegir mæta ökumönnum, eins og á Íslandi. Outback er afar rúmgóður bíll sem fer létt með vísitölufjölskylduna á ferðalagi og með mikið flutningsrými. Hann er einn öruggasti bíll sem hægt er að eignast, en Subaru hefur einfaldlega fengið hæstu einkunn öryggisstofnana um heim allan fyrir allar bílgerðir sínar, ekki bara Outback. Núna er Outback orðinn eyðslugrannur bíll sem hann var nú ekkert sérlega þekktur fyrir áður. Núna er Outback líka orðinn fallegur aftur því síðasta kynslóð hans var mikil afturför frá þeim fyrstu þremur. Enda má segja að ytra útlit hans sé afturhvarf til fortíðarinnar og ljóst að Subaru menn hafa áttað sig á mistökunum við síðustu kynslóð.Magnaður Eyesight öryggisbúnaðurMeð nýjum Eyesight öryggisbúnaði, sem enginn annar bílaframleiðandi státar af, er Outback orðinn ennþá öruggari og er það á ferð staðalbúnaður. Eyesight er athygliverður búnaður sem styðst við tvær myndavélar sem greina hættu með þrívíðum hætti og getur tekið yfir stjórnbúnað bílsins ef hættu ber á höndum. Hreint magnað var að prófa þennan búnað þar sem ekið var hratt að aðsteðjandi hættu og öllum pedulum sleppt og taugarnar þandar. Bíllinn brást fullkomlega við og stöðvaðist sjálfur áður en að árekstri kom. Subaru Outback verður sem fyrr boðinn með dísil- og bensínvél og báðar af boxer-gerð, eins og í öllum öðrum gerðum Subaru bíla. Bensínvélin er 2,5 lítra og 175 hestöfl. Þrælskemmtileg vél þar og snörp sem tengd er við furðuskemmtilega CVT sjálfskiptingu. Dísilvélin er 2,0 lítra og 150 hestafla og togar mjög vel og dugar bílnum jafn vel og bensínvélin. Í Bandaríkjunum er Outback í boði með 3,6 lítra öflugri bensínvél en sú útfærsla er ekki í boði í Evrópu og yrði líklega ansi dýr. Talandi um verð þá er Outback á flottu verði, bensínbíllinn frá 6.290.000 kr. og dísilbíllinn á 6.590.000 kr. Eftir reynsluakstur þeirra beggja myndi ég kjósa bensínbílinn þó báðir séu þeir góðir.Frábær akstursbíllSubaru Outback hefur alltaf verið góður akstursbíll, en bara ennþá betri núna. Subaru, með sínar þverstæðu og lágt liggjandi boxer vélar smíða aðeins góða akstursbíla. Líkt og með Porsche bíla, sem einnig notast við boxer vélar, er þyngdarpunktur þeirra lágur og fyrir vikið akstureiginleikarnir betri en almennt gerist. Alveg er sama hvort þeyst er á malbiki í byggð eða sprett úr spori á erfiðari vegum um ófærur leikur bíllinn í höndunum á ökumanni. Í Slóveníu var einmitt farið um fjallvegi, stundum ómalbikað og þvílíkur unaður að aka bílnum við slíkar aðstæður. Hann fór líka létt með að ná 200 km hraða á hraðbraut. Subaru er þekkt, líkt og Audi, fyrir frábært fjórhjóladrif sitt og því er það bara tilhlökkun fyrir eigendur Outback þegar fer að snjóa á Íslandi. Ólíkt mörgum öðrum bílaframleiðendum sem lækkað hafa bíla sína með nýjum kynslóðum þeirra er Outback enn með 20 cm undir lægsta punkt, það sama og Jeep Cherokee. Eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur. Subaru hefur búið þessa nýju kynslóð Outback vel af staðalbúnaði og nýtt aðgerðarkerfi með miðjusettum skjá tekur því gamla mikið fram. Að auki er innréttingin lagleg þó hún slái ekki í lúxusbílinn Audi Allroad, enda miklu dýrari bíll þar á ferð. Nýr Outback er örlítið lengri en forverinn en samt hefur innanrýmið aukist talsvert og skottið er gríðarstórt. Ein mesta breytingin frá fyrri kynslóð er hve hljóðlátur bíllinn er, þögnin er eins og í lúxusbíl. Subaru Outback er áfram frábær kostur og ekki ætti verðið að hræða frá.Kostir: Rými, aksturseiginleikar, vélar, verðÓkostir: Verð á viðbótarbúnaði, CVT-skipting við fulla inngjöf 2,5 l. bensínvél, 175 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 163 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð: kr. 6.290.000 Umboð: BLSmekklegt og fremur naumhyggjulegt innanrými, ekki ólíkt og í bílum Volvo.Bíllinn reyndist frábær í glímunni við torfærari vegi Slóveníu.Eyesight öryggisbúnaðurinn styðst við tvær myndavélar sem fær þrívíða mynd af aðsteðjandi hættu.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent