Nýjar línur í fjórðu kynslóð Lexus RX Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 09:15 Skarpari línur en í forveranum og ekki ósvipaðarar og í nýja NX-jepplingnum. Lexus RX jeppinn hefur selst eins og heitar lummur allt frá því hann var kynntur fyrir 17 árum. Nú er komið að fjórðu kynslóð hans sem kynnt verður almenningi á bílasýningunni í New York í byrjun apríl. Það litla sem Lexus hefur sýnt af bílnum sýnir samt gerbreyttar línur bílsins. Þaklína bílsins er greinilega orðin ansi lág og bíllinn því afar sportlegur fyrir vikið. Einnig leika skarpar línur um hliðar bílsins, ekki ósvipað og í hinum nýja NX jepplingi Lexus. Einhverjar raddir höfðu heyrst um að með þessari fjórðu kynslóð bílsins yrði hann í boði einnig sem 7 sæta bíll, en þar sem bíllinn lækkar svo mikið að aftan er nær ómögulegt að ímynda sér að svo verði. Bíllinn mun bjóðast bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og sjálfskipting hans verður 8 gíra. Í fyrra seldi Lexus 107.490 RX jeppa í Bnadaríkjunum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 13.059. Þessi bíll var í upphafi gerður fyrir Bandaríkjamarkað og hann er enn lang stærsti markaðurinn fyrir Lexus RX. Hann er að auki lang söluhæsta bílgerð Lexus í Bandaríkjunum. Það er því eins gott að nýtt útlit bílsins höfði til Bandaríkjamanna. Lexus RX hefur selst mjög vel hér á landi gegnum árin, enda heppilegur bíll fyrir íslenskar aðstæður. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent
Lexus RX jeppinn hefur selst eins og heitar lummur allt frá því hann var kynntur fyrir 17 árum. Nú er komið að fjórðu kynslóð hans sem kynnt verður almenningi á bílasýningunni í New York í byrjun apríl. Það litla sem Lexus hefur sýnt af bílnum sýnir samt gerbreyttar línur bílsins. Þaklína bílsins er greinilega orðin ansi lág og bíllinn því afar sportlegur fyrir vikið. Einnig leika skarpar línur um hliðar bílsins, ekki ósvipað og í hinum nýja NX jepplingi Lexus. Einhverjar raddir höfðu heyrst um að með þessari fjórðu kynslóð bílsins yrði hann í boði einnig sem 7 sæta bíll, en þar sem bíllinn lækkar svo mikið að aftan er nær ómögulegt að ímynda sér að svo verði. Bíllinn mun bjóðast bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og sjálfskipting hans verður 8 gíra. Í fyrra seldi Lexus 107.490 RX jeppa í Bnadaríkjunum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 13.059. Þessi bíll var í upphafi gerður fyrir Bandaríkjamarkað og hann er enn lang stærsti markaðurinn fyrir Lexus RX. Hann er að auki lang söluhæsta bílgerð Lexus í Bandaríkjunum. Það er því eins gott að nýtt útlit bílsins höfði til Bandaríkjamanna. Lexus RX hefur selst mjög vel hér á landi gegnum árin, enda heppilegur bíll fyrir íslenskar aðstæður.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent