Telja það ábyrgt að sitja hjá Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2015 18:30 Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta. Alþingi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta.
Alþingi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira