Telja það ábyrgt að sitja hjá Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2015 18:30 Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta. Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta.
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira