„Leyninefnd að störfum“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 19:15 Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“ Alþingi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“
Alþingi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira