Myndbandið svipar mjög til þess þegar rúmlega tuttugu kristnir Egyptar voru myrtir í febrúar. Þá gerðu Egyptar loftárásir gegn ISIS í Líbýu. Ekki er ljóst hvort að Eþíópí muni eða geti brugðist við á svipaðan hátt.
AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni yfirvalda í Eþíópíu að verið sé að ganga úr skugga um að myndbandið sé raunverulegt. Redwan Hussein taldi líklegt að um flóttamenn væri að ræða sem hefðu farið til Líbýu til að reyna að komast til Evrópu.
„Fáist þetta staðfest, reynist þetta vera hætta fyrir þá sem reyna að ferðast þessa hættulegu leið til Evrópu.“

Annar hópurinn er í haldi ISIS í Barqa héraði í Austur-Líbýu. Hinn hópurinn er í haldi í Fazzan héraði í suðurhluta landsins. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir menn voru teknir af lífi, en ljóst er að þeir voru minnst tuttugu.
Mennirnir í öðrum hópnum er leiddir á strönd þar sem þeir eru afhöðvaðir en hinir eru skotnir í höfuðið.
„Ég tel þetta vera enn eitt atvikið þar sem ISIS drepa kristið fólk í nafni Íslam,“ segir Abba Kaletsidk Mulugeta hjá Rétttrúnaðarkirkjunni í Eþíópíu. Hann segir ódæði sem þessi vera ólíðandi. „Engin trú boðar morð á fólki og ekki morð á fólki sem er annarrar trúar.“

ISIS hafa sótt fram í Írak síðustu misseri. Þrátt fyrir það hefur heinn í Írak, studdur af vopnuðum sveitum Sjíta og loftárásum, sótt hart fram gegn samtökunum. Þar að auki hafa Kúrdar endurheimt um ellefu þorp frá ISIS á síðustu dögum.
#ISIS released a video threatening Christians and executing by gunshot and beheading Ethiopian Christians in Libya. pic.twitter.com/jSLVPKl22X
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) April 19, 2015