Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2015 20:54 Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“ Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“
Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira