Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 12:32 Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar. Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar.
Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45
Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33
Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19