Robert De Niro leikur Enzo Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 09:13 Robert De Niro. Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent
Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent