Þarf að loka hótelum ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 19:00 Um sjötíu prósent starfsmanna Keahótela eru í Starfsgreinasambandinu. Vísir Framkvæmdastjóri Keahótela sér fram á að þurfa að loka hótelum sínum ef til allsherjarverkfalls Starfsgreinasambandsins kemur. Um sjötíu prósent starfsmanna þeirra eru í sambandinu. Verkfallsaðgerðir tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudaginn með tólf tíma allsherjarvinnustöðvun, ef ekki næst samkomulag í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Í næstu viku leggja starfsmennirnir svo niður störf í tvo sólarhringa og svo aftur í vikunni þar á eftir en 26. maí hefst svo ótímabundið verkfall. Verkfallsaðgerðirnar taka til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á starfsemi margra fyrirtækja. „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins sjá um þrif á hótelum, aðstoða í eldhúsi og á bar, svo eitthvað sé nefnt. Páll segist ekki getað hugsað það til enda hvernig fari fyrir öllum þeim fjölda ferðamanna sem eiga bókaða gistingu ef loka þarf hótelinu. „Það er bara ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er það stórt mál að ég bara vil ekki trúa því að það komi til þess.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00 95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14 Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Framkvæmdastjóri Keahótela sér fram á að þurfa að loka hótelum sínum ef til allsherjarverkfalls Starfsgreinasambandsins kemur. Um sjötíu prósent starfsmanna þeirra eru í sambandinu. Verkfallsaðgerðir tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudaginn með tólf tíma allsherjarvinnustöðvun, ef ekki næst samkomulag í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Í næstu viku leggja starfsmennirnir svo niður störf í tvo sólarhringa og svo aftur í vikunni þar á eftir en 26. maí hefst svo ótímabundið verkfall. Verkfallsaðgerðirnar taka til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á starfsemi margra fyrirtækja. „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins sjá um þrif á hótelum, aðstoða í eldhúsi og á bar, svo eitthvað sé nefnt. Páll segist ekki getað hugsað það til enda hvernig fari fyrir öllum þeim fjölda ferðamanna sem eiga bókaða gistingu ef loka þarf hótelinu. „Það er bara ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er það stórt mál að ég bara vil ekki trúa því að það komi til þess.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00 95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14 Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48
Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00
95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14
Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22
Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26