Stutt í Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 16:00 Volkswagen R 400 verður snaröflugt tryllitæki. Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent
Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent