Stjórnarformaður Volkswagen segir af sér Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 10:37 Ferdinand Piëch stjórnarformaður (til vinstri) og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent
Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent