Stóru bleikjurnar farnar að taka á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2015 12:37 Þorsteinn Stefánsson með sannkallaða stórbleikju úr Þingvallavatni í gær Þrátt fyrir að enn sé kalt í lofti eru veiðimenn farnir að fjölmenna á Þingvöll og kasta flugu í ískalt vatnið. Flestir gera sér ferð til að leita að stóru urriðunum sem eru nærri landi fyrst á vorin en eins og þekkt er geta þeir náð allt að 30 pundum. Þeir sem best þekkja vatnið á þessum tíma segja að það getur þurft nokkur hundruð köst þangað til menn ná slíkum fisk á land en veiðimenn vilja þó meina að þeim tíma sé vel varið. Baráttann við slíkann fisk er víst ógleymanleg og flestir þessara stóru fiska fá frelsið aftur í vatnið eftir að hafa verið myndaðir í bak og fyrir. Það er þó aðeins farið að glitta í bleikjur á færum veiðimanna en það þykir heldur snemmt að fá þær núna en þó ekkert óeðlilegt. Sumir veiðimenn sem hafa skipt út straumflugum sem notaðar eru á urriðan út fyrir púpurnar á bleikjuna hafa meira að segja verið að gera fína veiði og dæmi eru um 4-6 fiska eftir veiði hluta úr degi. Eins eru stórar bleikjur farnar að gera vart við sig svo það er eftir miklu að slægjast við vatnið þessa dagana. Þorsteinn Stefánsson þekkir vatnið vel og dvelur þar löngum stundum við veiðar. Hann náði þessari flottu bleikju sem sést á myndinni í gær í Þjóðgarðinum sem er hluti af Veiðikortinu. Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði
Þrátt fyrir að enn sé kalt í lofti eru veiðimenn farnir að fjölmenna á Þingvöll og kasta flugu í ískalt vatnið. Flestir gera sér ferð til að leita að stóru urriðunum sem eru nærri landi fyrst á vorin en eins og þekkt er geta þeir náð allt að 30 pundum. Þeir sem best þekkja vatnið á þessum tíma segja að það getur þurft nokkur hundruð köst þangað til menn ná slíkum fisk á land en veiðimenn vilja þó meina að þeim tíma sé vel varið. Baráttann við slíkann fisk er víst ógleymanleg og flestir þessara stóru fiska fá frelsið aftur í vatnið eftir að hafa verið myndaðir í bak og fyrir. Það er þó aðeins farið að glitta í bleikjur á færum veiðimanna en það þykir heldur snemmt að fá þær núna en þó ekkert óeðlilegt. Sumir veiðimenn sem hafa skipt út straumflugum sem notaðar eru á urriðan út fyrir púpurnar á bleikjuna hafa meira að segja verið að gera fína veiði og dæmi eru um 4-6 fiska eftir veiði hluta úr degi. Eins eru stórar bleikjur farnar að gera vart við sig svo það er eftir miklu að slægjast við vatnið þessa dagana. Þorsteinn Stefánsson þekkir vatnið vel og dvelur þar löngum stundum við veiðar. Hann náði þessari flottu bleikju sem sést á myndinni í gær í Þjóðgarðinum sem er hluti af Veiðikortinu.
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði