Hraðlest nær 600 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 10:22 Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent
Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent