Afnám gjaldeyrishafta áhættusamara samhliða miklum launahækkunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 19:05 Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48