Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2015 10:23 Síðustu skiladagar fluguhnýtingarkeppni veiðibúðarinnar Vesturröst eru framundan og þeir sem ætla að taka þátt þurfa að vera snöggir í væsana. Það hefur orðið skemmtileg nýbreytni í flugum síðustu ár með tilkomu nýrra efna og nýrri kynslóðar veiðimanna sem hnýta sínar flugur sjálfir og er virkilega gaman að sjá hvað nýjungagirnin er mikil. Það sem síðan kemur skemmtilega á óvart er hvað sumar af þessum nýju flugum eru svo veiðnar en stór hluti af ánægjunni sem fellst í að hnýta sínar eigin flugur liggur í því að veiða síðan vel á þær. „Dómnefndin í þessari keppni bíður því spennt eftir því að opna umslögin og sjá hvaða flugur koma upp úr umslögunum, sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst þegar við heyrðum í honum í morgun.Keppt er í tveimur flokkum, fallegasta flugan og veiðilegasta flugan ásamt því er keppt í einum flokki 15 ára og yngri. Reglurnar eru þær að hverri flugu skal skila inn í lokuðu umslagi og inní því umslagi þarf að vera annað umslag með nafni og öðrum upplýsingum um þann sem hnýtti fluguna. Hnýtarar ráða því alveg sjálfir hvernig flugur þeir senda inn þannig að straumflugur, laxaflugur, púpur, þurrflugur og allar aðrar flugur eru velkomnar í þessa keppni. Dómnefnd skipa þekktir veiðimenn, fluguhnýtarar og veiðiforkólfar, en hún verður betur kynnt þegar nær dregur lokum keppninnar. Glæsileg verðlaun eru í boði og er hægt að kynna sér verðlaunin ásamt því að ná sér í skráningarblöð fyrir þáttöku áfluguhnytingar.is Stangveiði Mest lesið Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Spá að Miðfjarðará fari yfir 4.000 laxa Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veðrið búið að vera veiðimönnum erfitt Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði 5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Veiði Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði
Síðustu skiladagar fluguhnýtingarkeppni veiðibúðarinnar Vesturröst eru framundan og þeir sem ætla að taka þátt þurfa að vera snöggir í væsana. Það hefur orðið skemmtileg nýbreytni í flugum síðustu ár með tilkomu nýrra efna og nýrri kynslóðar veiðimanna sem hnýta sínar flugur sjálfir og er virkilega gaman að sjá hvað nýjungagirnin er mikil. Það sem síðan kemur skemmtilega á óvart er hvað sumar af þessum nýju flugum eru svo veiðnar en stór hluti af ánægjunni sem fellst í að hnýta sínar eigin flugur liggur í því að veiða síðan vel á þær. „Dómnefndin í þessari keppni bíður því spennt eftir því að opna umslögin og sjá hvaða flugur koma upp úr umslögunum, sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst þegar við heyrðum í honum í morgun.Keppt er í tveimur flokkum, fallegasta flugan og veiðilegasta flugan ásamt því er keppt í einum flokki 15 ára og yngri. Reglurnar eru þær að hverri flugu skal skila inn í lokuðu umslagi og inní því umslagi þarf að vera annað umslag með nafni og öðrum upplýsingum um þann sem hnýtti fluguna. Hnýtarar ráða því alveg sjálfir hvernig flugur þeir senda inn þannig að straumflugur, laxaflugur, púpur, þurrflugur og allar aðrar flugur eru velkomnar í þessa keppni. Dómnefnd skipa þekktir veiðimenn, fluguhnýtarar og veiðiforkólfar, en hún verður betur kynnt þegar nær dregur lokum keppninnar. Glæsileg verðlaun eru í boði og er hægt að kynna sér verðlaunin ásamt því að ná sér í skráningarblöð fyrir þáttöku áfluguhnytingar.is
Stangveiði Mest lesið Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Spá að Miðfjarðará fari yfir 4.000 laxa Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veðrið búið að vera veiðimönnum erfitt Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði 5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Veiði Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði