Köld byrjun á Þingvöllum og lítil veiði Karl Lúðvíksson skrifar 21. apríl 2015 17:24 Stór og flottur urriði sem veiddist í Þingvallavatni í gær Mynd: www.svfr.is Þingvallavatn opnaði fyrir veiðimönnum í gær og það var heldur kuldalegt um að litast og ansi hvasst meira og minna allan daginn. Það kom þó ekki í veg fyrir að veiðimenn gerðu sér ferð að vatninu til að freysta þess að ná í einn af stóru urriðunum sem eru sérstaklega ginkeyptir fyrir flugum veiðimanna á þessum tíma þegar þeir synda um í ætislæt nærri landi. Ekki gengur þó öllum vel að ná í þessi tröll en nokkur góð rað til að auka líkurnar á því er t.d. að veiða djúpt, draga hægt, nota sterkan búnað og vera duglegur að skipta um flugu. Það má síðan líka nefna að það er bráðnauðsynlegt að vera vel klæddur og jafnvel í tvöföldum undirfötum undir goretex vöðlunum því vatnið er ansi kalt. Það er rétt að minna veiðimenn á að eingöngu má veiða á flugu til 1. júní en í fyrra sumar bar nokkuð á því að verið væri að nota beitu áður en það var leyfilegt. Það er ennþá nokkur ís víða á vatninu en hann er hægt og rólega að gefa eftir og ef það helst hlýtt í nokkra daga verður vatnið fljótlega orðið íslaust. Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Þingvallavatn opnaði fyrir veiðimönnum í gær og það var heldur kuldalegt um að litast og ansi hvasst meira og minna allan daginn. Það kom þó ekki í veg fyrir að veiðimenn gerðu sér ferð að vatninu til að freysta þess að ná í einn af stóru urriðunum sem eru sérstaklega ginkeyptir fyrir flugum veiðimanna á þessum tíma þegar þeir synda um í ætislæt nærri landi. Ekki gengur þó öllum vel að ná í þessi tröll en nokkur góð rað til að auka líkurnar á því er t.d. að veiða djúpt, draga hægt, nota sterkan búnað og vera duglegur að skipta um flugu. Það má síðan líka nefna að það er bráðnauðsynlegt að vera vel klæddur og jafnvel í tvöföldum undirfötum undir goretex vöðlunum því vatnið er ansi kalt. Það er rétt að minna veiðimenn á að eingöngu má veiða á flugu til 1. júní en í fyrra sumar bar nokkuð á því að verið væri að nota beitu áður en það var leyfilegt. Það er ennþá nokkur ís víða á vatninu en hann er hægt og rólega að gefa eftir og ef það helst hlýtt í nokkra daga verður vatnið fljótlega orðið íslaust.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði