Illa hefur gengið að fella leiðtoga ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 14:15 Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra hefur gengið illa að fella leiðtoga ISIS, en hafa fellt fjölda vígamanna. Vísir Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak. Mið-Austurlönd Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira