Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. apríl 2015 20:30 Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39