GM kíkir inní framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:41 Afar framúrstefnulegt útlit tilraunabílsins frá GM. Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent
Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent