BMW hægir á framleiðslu í Kína vegna minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:08 BMW X3 og aðrir jepplingar lúxusframleiðendanna seljast áfram vel í Kína, en um hefur hægst í sölu fólksbíla. BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent
BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent