„Ég held að lykillinn að velgengninni sé að við uppgötvuðum glufu á markaðnum sem við fylltum upp í, fín föt sem passa á rauða dregilinn jafnt sem í kaffiboðið, á verði sem þykir ekki mikið miðað við gæðin,“ segir Sólveig Káradóttir, glöð í bragði suður frá Karíbahafi þar sem hún á smá stund milli stríða með eiginmanni sínum, Dhani Harrison.
Samstarfskonur Sólveigar eru þær Anna - Christine Haas hönnuður Galvan, Katherine Holmgrener stjórnarformaður og Carolyn Hodler sölustjóri merkisins.

„Við vissum ekkert að hún hefði keypt föt frá merkinu fyrr en við sáum það á Instagram. Sem er náttúrulega bara æðislegt og það sem hún keypti seldist allt upp stuttu seinna. Alveg frábært og ótrúlega góð auglýsing fyrir okkur. Við erum með PR-skrifstofu sem sér um öll sambönd við stjörnurnar en þetta fór ekki gegnum hana. Við erum frekar strangar á hvaða stjörnur við viljum klæða enda skiptir það miklu fyrir ímynd merkisins,“ segir Sólveig og nefnir sem dæmi tískumerkið Proenza Schouler sem hóf sinn feril á að neita um 90 prósentum af fyrirspurnum varðandi að lána föt til einstaklinga.
Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Glamour - sem fæst í öllum helstu verslunum og hægt að kaupa áskrift hér.
