Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 16:40 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, vill skoða það hvort leyfi eigi ökumönnum að taka bensín í gegnum sjálfsala á meðan verkfalli félagsins stendur. Vísir/GVA Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44