SA segir tilboð sitt grundvöll að heildarlausn á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2015 19:00 Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson. Verkfall 2016 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að tilboð þeirra til Starfsgreinasambandsins um 23,5 prósenta launahækkun geti orðið grunnurinn að almennum kjarasamningum. En þá þurfi samtök launafólks hjá hinu opinbera og ríkisstjórnin einnig að koma að sameiginlegu samningaborði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins sem þau segja þýða 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á þremur árum sem þýði að mánaðrlaun muni hækka um 47 þúsund krónur á samningstímanum. Þetta eru töluvert meiri hækkanir en þau 3,5 prósent myndu gefa og áður hafa verið boðin. Allar þær kjaradeilur sem nú standa yfir snúast um það að reyna að auka kaupmáttinn. Samtök atvinnulífsins segja að tilboð þeirra þýði sögulega hækkun launa og kaupmáttar. Hins vegar verði erfitt að semja við alla án aðkomu ríkisins. Þá er fyrst og fremst horft til húsnæðismálannaog jafnvel breytinga á persónuafslætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur m.a. verið rætt við stjórnvöld um þrepaskiptan persónuafslátt og hækkun hans fyrir tekjulægstu hópana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og SA funduðu um tilboð atvinnurekenda í dag. „Ég met þetta sem mjög góðan fund. Menn ræddu málin opinskátt og veltu upp ýmsum hliðum, möguleikum og útfærslum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðrarframkvæmdastjóri SA. Á móti þeim kauphækkunum sem SA býður vilja samtökin að dagvinnutíminn verði sveigjanlegri þannig að átta tíma dagvinna geti farið fram á tímabilinu sex að morgni til sjö að kveldi og að yfirvinnuálag lækki. Fyrst samkvæmt heimildum fréttastofunnar úr 80 prósentum í 60 prósent og endi í 50 prósentum við lok samningstímans.Heldur þú að það náist nokkurn tíma í gegn hjá verkalýðshreyfingunni?„Ég vil nálgast þetta frá hinni hliðinni. Þetta er eina leiðin fyrir okkur til að koma eitthvað til móts við hinar miklu kröfur sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum þá trú að þessar breytingar á vinnutímaákvæðinu og aukin sveigjanleiki geti aukið framleiðni sem muni þá skapa grundvöll fyrir auknum kaupmætti,“ segir Hannes. Ef þetta eigi hins vegar að ganga upp þurfi opinberir starfsmenn einnig að verða hluti af heildarsamkomulagi og stjórnvöld þurfi að leggja sitt til málanna. „Við stöndum frammi fyrir því að nánast öll þjóðin er að fara í verkfall og það er ekki möguleiki að leysa þessa kjaradeilu nema með einni samræmdri lausn. Þessar hugmyndir okkar um aukinn sveigjanleika vinnutíma og aukna framleiðni; forsenda þeirrar lausnar er að hún gangi yfir alla,“ segir Hannes G. Sigurðsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira