Vilja sekta of hæga ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 09:11 Bílaumferð í Washington. Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent
Fyrir fylkisþinginu í Washington fylki í Bandaríkjunum liggur nú frumvarp sem gefur lögreglunni í fylkinu meiri heimildir til að sekta ökumenn sem aka of hægt á vinstri akrein á fjölfarnari vegum. Þessum lögum er ætlað að stöðva hættulegan og hægan akstur ökumanna sem ekki taka tillit til annarra í umferðinni. Í lögunum eru tilgreindar þær sektir sem ökumenn mega eiga von á ef þeir aka á vinstri akrein undir leyfilegum hámarkshraða. Ökumenn sem aka 2-8 km/klst undir hámarkhraða á vinstri akrein fá 27 dollara sekt. Þeir sem aka á 9-16 km/klst undir hámarkshraða fá 37 dollara sekt, 52 dollara fyrir 17-25 km/klst, og 67 dollara fyrr 26-32 km/klst undir hámarkshraða. Í Washington fylki er mikil hefð fyrir því að kenna ökumönnum góða siði í umferðinni og þar hafa mörg lög orðið fyrst af veruleika sem snúa að því, svo sem að sekta fyrir að vera staðinn að símskilaboðasendingum í akstri og að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent