Hægt verður að sjá Pepsimörkin opinni dagskrá Stöð 2 Sport og Vísi í kvöld.
Þátturinn hefst klukkan 22.00 og með Herði Magnússyni í kvöld verða þeir Arnar Gunnlaugsson og Hjörvar Hafliðason.
Tríóið mun kryfja þá fimm leiki sem eru búnir í 1. umferð Pepsi-deildar karla í þætti kvöldsins en ekki vantaði glæsimörkin og tilþrifin í leikjunum.
Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum hér að ofan.
