BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 19:30 Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Verkfall 2016 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.
Verkfall 2016 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira