Dodge lokar fyrir pantanir í 707 hestafla Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 10:07 Dodge Callenger Hellcat. Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent
Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent