Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. maí 2015 14:44 Slökkviliðið á vettvangi fyrr í dag. Vísir/Pjetur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004. Fréttir af flugi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004.
Fréttir af flugi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira