2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2015 10:53 Ráðherrarnir Eygló, Bjarni og Sigmundur kynna áformin í stjórnarráðinu í morgun. vísir/gva Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra kynntu í morgun aðgerðir ríkisstjórnar Ísland til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Meðal þess sem er á áætlun eru 2.300 nýjar félagsíbúðir og að auki verða tollar á skó og fatnað felldir niður í lok árs. Aðgerðirnar eru í alls ellefu liðum og snúa að skatta-, velferðar- og húsnæðismálum sem og málum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Breyta á tekjuskatti einstaklinga sem mun helst nýtast þeim sem teljast til millitekjuhóps. Skattþrepunum verður fækkað úr þremur í tvö og persónuafsláttur hækkaður til samræmis við verðlag. Stefnt er að því að 2.300 félagslegar leiguíbúðir verði byggðar á árunum 2016-2019 en ef væru þær sér sveitarfélag yrði það það tíunda stærsta á landinu. Íbúar þeirra yrðu fleiri en íbúar Ísafjarðar og Egilsstaðar til að mynda. Stefnt er að því að leiga tekjulágseinstaklings verði ekki nema í mesta lagi fjórðungur ráðstöfunartekna hans. Að auki á að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar með reglugerðarbreytingum, húsnæðisbætur verði hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð. Stefnt er að því að koma sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með úttekt á séreignarsparnaði. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með þessum aðgerðum eigi þau markmið að nást sem hún hefur lagt mesta áherslu á í húsnæðismálum. Í því skyni að bæta samspil ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna að stofna sérstakt þjóðhagsráð þar sem aðild eigi oddvitar ríkisstjórnar og fulltrúar Seðlabankans, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir lúta að jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða, niðurfellingu tolla á fatnað og skó, lækkun á kostnaði sjúklinga, auknum framlögum til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, átaki gegn skattaundanskotum, einföldun og endurskoðun regluverks og eftirlits með atvinnustarfsemi. Tilkynningu ríkisstjórnarinnar má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra kynntu í morgun aðgerðir ríkisstjórnar Ísland til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Meðal þess sem er á áætlun eru 2.300 nýjar félagsíbúðir og að auki verða tollar á skó og fatnað felldir niður í lok árs. Aðgerðirnar eru í alls ellefu liðum og snúa að skatta-, velferðar- og húsnæðismálum sem og málum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Breyta á tekjuskatti einstaklinga sem mun helst nýtast þeim sem teljast til millitekjuhóps. Skattþrepunum verður fækkað úr þremur í tvö og persónuafsláttur hækkaður til samræmis við verðlag. Stefnt er að því að 2.300 félagslegar leiguíbúðir verði byggðar á árunum 2016-2019 en ef væru þær sér sveitarfélag yrði það það tíunda stærsta á landinu. Íbúar þeirra yrðu fleiri en íbúar Ísafjarðar og Egilsstaðar til að mynda. Stefnt er að því að leiga tekjulágseinstaklings verði ekki nema í mesta lagi fjórðungur ráðstöfunartekna hans. Að auki á að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar með reglugerðarbreytingum, húsnæðisbætur verði hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð. Stefnt er að því að koma sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með úttekt á séreignarsparnaði. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með þessum aðgerðum eigi þau markmið að nást sem hún hefur lagt mesta áherslu á í húsnæðismálum. Í því skyni að bæta samspil ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna að stofna sérstakt þjóðhagsráð þar sem aðild eigi oddvitar ríkisstjórnar og fulltrúar Seðlabankans, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir lúta að jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða, niðurfellingu tolla á fatnað og skó, lækkun á kostnaði sjúklinga, auknum framlögum til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, átaki gegn skattaundanskotum, einföldun og endurskoðun regluverks og eftirlits með atvinnustarfsemi. Tilkynningu ríkisstjórnarinnar má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47