Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 19:40 Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni. Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira