ASÍ spyr KSÍ: „Er KSÍ ekki ábyggilega í rétta liðinu?“ Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2015 11:27 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Vísir/Vilhelm/Daníel Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritaði Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, bréf á þriðjudag þar vegna væntanlegs forsetakjörs Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem fram fer á morgun. Í tilkynningu frá ASÍ segir að tilefnið sé illur aðbúnaður verkafólks á þeim leikstöðum þar sem verið sé að reisa leikvanga og hótel vegna væntanlegra stórmóta í knattspyrnu. „Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur undanfarin ár gagnrýnt FIFA harkalega fyrir að beita sér ekki gegn hræðilegum aðbúnaði verkafólks í þessum löndum.“ Í bréfi Gylfa er spurt hvort „KSÍ [sé] ekki örugglega í rétta liðinu“, en Ísland hefur atkvæðisrétt í forsetakjörinu líkt og öll önnur aðildarlönd FIFA.Slys verði Blatter endurkjörinn „Í kjöri eru nokkrir frambjóðendur, þar á meðal núverandi forseti Sepp Blatter. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC ) hefur sett af stað herferð til að forða því slysi að Blatter verði endurkjörinn, enda hefur framkoma FIFA undir hans stjórn gagnvart farandverkafólki sem byggt hefur umgjörð stórmóta FIFA síðastliðin ár hreint út sagt verið ömurleg. Forseti ITUC, Sharan Burrow, hefur skrifað harðorða grein um málið. Alþýðusamband Íslands gerir þá kröfu að KSÍ kjósi á ábyrgan hátt í þessu forsetakjöri með mannréttindi og hagsmuni farandverkafólks í huga. Mikið hefur skort á að FIFA beiti sínu mikla afli í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi sem nú er staðreynd í Katar í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2022. Farandverkamenn sem þar vinna við uppbyggingu leikvanga og hótela starfa og búa við skelfilegar aðstæður. Er áætlað að nokkur þúsund þeirra muni láta lífið við störf sín í Katar áður en boltinn byrjar að rúlla á HM 2022. Ætlar KSÍ að beita sér í því að koma núverandi forseta, Sepp Blatter, frá völdum og að FIFA taki upp stefnu mannúaðar og réttlætis? ASÍ er tilbúið að leggja KSÍ lið í þeirri baráttu ef knattspyrnuhreyfingunni hugnast slíkt samstarf,“ segir í bréfinu. Gylfi segir að til að koma í veg fyrir að „boltinn verði ataður blóði þegar flautað verður til leiks á HM 2022 er óhjákvæmilegt annað en bregðast við með afgerandi hætti“. Hvetur hann til þess að núverandi stjórn FIFA verði komið frá í kosningunum, „leiðum mannréttindin til sigurs og tryggjum að knattspyrnumenn geti stoltir stundað íþrótt sína án þess að bera ábyrgð á mannréttindabrotum með óbeinum hætti.“ FIFA Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritaði Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, bréf á þriðjudag þar vegna væntanlegs forsetakjörs Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem fram fer á morgun. Í tilkynningu frá ASÍ segir að tilefnið sé illur aðbúnaður verkafólks á þeim leikstöðum þar sem verið sé að reisa leikvanga og hótel vegna væntanlegra stórmóta í knattspyrnu. „Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur undanfarin ár gagnrýnt FIFA harkalega fyrir að beita sér ekki gegn hræðilegum aðbúnaði verkafólks í þessum löndum.“ Í bréfi Gylfa er spurt hvort „KSÍ [sé] ekki örugglega í rétta liðinu“, en Ísland hefur atkvæðisrétt í forsetakjörinu líkt og öll önnur aðildarlönd FIFA.Slys verði Blatter endurkjörinn „Í kjöri eru nokkrir frambjóðendur, þar á meðal núverandi forseti Sepp Blatter. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC ) hefur sett af stað herferð til að forða því slysi að Blatter verði endurkjörinn, enda hefur framkoma FIFA undir hans stjórn gagnvart farandverkafólki sem byggt hefur umgjörð stórmóta FIFA síðastliðin ár hreint út sagt verið ömurleg. Forseti ITUC, Sharan Burrow, hefur skrifað harðorða grein um málið. Alþýðusamband Íslands gerir þá kröfu að KSÍ kjósi á ábyrgan hátt í þessu forsetakjöri með mannréttindi og hagsmuni farandverkafólks í huga. Mikið hefur skort á að FIFA beiti sínu mikla afli í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi sem nú er staðreynd í Katar í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2022. Farandverkamenn sem þar vinna við uppbyggingu leikvanga og hótela starfa og búa við skelfilegar aðstæður. Er áætlað að nokkur þúsund þeirra muni láta lífið við störf sín í Katar áður en boltinn byrjar að rúlla á HM 2022. Ætlar KSÍ að beita sér í því að koma núverandi forseta, Sepp Blatter, frá völdum og að FIFA taki upp stefnu mannúaðar og réttlætis? ASÍ er tilbúið að leggja KSÍ lið í þeirri baráttu ef knattspyrnuhreyfingunni hugnast slíkt samstarf,“ segir í bréfinu. Gylfi segir að til að koma í veg fyrir að „boltinn verði ataður blóði þegar flautað verður til leiks á HM 2022 er óhjákvæmilegt annað en bregðast við með afgerandi hætti“. Hvetur hann til þess að núverandi stjórn FIFA verði komið frá í kosningunum, „leiðum mannréttindin til sigurs og tryggjum að knattspyrnumenn geti stoltir stundað íþrótt sína án þess að bera ábyrgð á mannréttindabrotum með óbeinum hætti.“
FIFA Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira