Boðar nýja stefnu í fíkniefnamálum á opnum fundi í HÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 11:34 Ruth Dreifuss flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. Vísir/AFP Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson. Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson.
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira