Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2015 09:58 Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar. Vísir/Völundur Framsýn stéttarfélag lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur Samtökum atvinnulífsins nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands 6. júní. Aðalfundur félagsins var haldinn í gær. Allsherjarverkfall hefst þann 6. júní, að loknu tveggja daga verkfalli sem boðað hefur verið til 28. og 29. maí. Í ályktun félagsins segir að það sé með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins „vilji viðhalda fátækt í landinu með kauptöxtum sem eru langt fyrir neðan viðurkennd opinber framfærsluviðmið“. Segir að samtökin hafi gengið afar langt í áróðri gegn hækkun lægstu launa upp í 300 þúsund króna innan þriggja ára og fullyrða að slík hækkun muni valda óðaverðbólgu og efnahagslegu hruni.SA klöppuð upp af Seðlabankanum „Samtök atvinnulífsins hafa verið klöppuð upp af Seðlabankanum sem er sömu skoðunar og samtökin. Þessi málflutningur hefur ekki verið hávær þegar samið hefur verið við tekjuhæstu hópana um siðlausar launahækkanir í umboði Samtaka atvinnulífsins. Aðalfundurinn hafnar alfarið þessum staðhæfingum Samtaka atvinnulífsins og hvetur þá til þess að stiga fram í nútímann með því að ganga að kröfum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem Framsýn á aðild að. Þá krefst aðalfundurinn þess að verkalýðshreyfingin hniki ekki frá kröfunni um 300.000 króna lágmarkslaun og hafnar alfarið hugmyndum SA um % hækkanir sem auka alltaf ójöfnuðinn. Það er algjör misskilningur að verðmætir lykilstarfsmenn leynist eingöngu í ákveðnum stjórnunarstöfum í atvinnulífinu og það kalli sjálfkrafa á ofurlaun og kaupaukagreiðslur til þessara manna. Að mati aðalfundarins eru verðmætustu starfsmennirnir þeir sem snúa hjólum atvinnulífsins alla daga ársins. Þessir starfsmenn hafa ekki verið metnir að verðleikum og skrapa botninn þegar kemur að launakjörum í þessu landi. Þeir gera líka tilkall til þess að verða metnir að verðleikum. Að lokum fagnar aðalfundurinn þeim árangri sem Framsýn hefur náð í kjarasamningum við á þriðja tug fyrirtækja á félagssvæðinu sem skrifað hafa upp á 300.000 króna lágmarkslaun. Fyrirtæki sem bera virðingu fyrir sínum starfsmönnum og hafna láglaunastefnu Samtaka atvinnulífsins. Heyr fyrir þeim!“, segir í ályktun Framsýnar. Verkfall 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Framsýn stéttarfélag lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur Samtökum atvinnulífsins nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands 6. júní. Aðalfundur félagsins var haldinn í gær. Allsherjarverkfall hefst þann 6. júní, að loknu tveggja daga verkfalli sem boðað hefur verið til 28. og 29. maí. Í ályktun félagsins segir að það sé með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins „vilji viðhalda fátækt í landinu með kauptöxtum sem eru langt fyrir neðan viðurkennd opinber framfærsluviðmið“. Segir að samtökin hafi gengið afar langt í áróðri gegn hækkun lægstu launa upp í 300 þúsund króna innan þriggja ára og fullyrða að slík hækkun muni valda óðaverðbólgu og efnahagslegu hruni.SA klöppuð upp af Seðlabankanum „Samtök atvinnulífsins hafa verið klöppuð upp af Seðlabankanum sem er sömu skoðunar og samtökin. Þessi málflutningur hefur ekki verið hávær þegar samið hefur verið við tekjuhæstu hópana um siðlausar launahækkanir í umboði Samtaka atvinnulífsins. Aðalfundurinn hafnar alfarið þessum staðhæfingum Samtaka atvinnulífsins og hvetur þá til þess að stiga fram í nútímann með því að ganga að kröfum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem Framsýn á aðild að. Þá krefst aðalfundurinn þess að verkalýðshreyfingin hniki ekki frá kröfunni um 300.000 króna lágmarkslaun og hafnar alfarið hugmyndum SA um % hækkanir sem auka alltaf ójöfnuðinn. Það er algjör misskilningur að verðmætir lykilstarfsmenn leynist eingöngu í ákveðnum stjórnunarstöfum í atvinnulífinu og það kalli sjálfkrafa á ofurlaun og kaupaukagreiðslur til þessara manna. Að mati aðalfundarins eru verðmætustu starfsmennirnir þeir sem snúa hjólum atvinnulífsins alla daga ársins. Þessir starfsmenn hafa ekki verið metnir að verðleikum og skrapa botninn þegar kemur að launakjörum í þessu landi. Þeir gera líka tilkall til þess að verða metnir að verðleikum. Að lokum fagnar aðalfundurinn þeim árangri sem Framsýn hefur náð í kjarasamningum við á þriðja tug fyrirtækja á félagssvæðinu sem skrifað hafa upp á 300.000 króna lágmarkslaun. Fyrirtæki sem bera virðingu fyrir sínum starfsmönnum og hafna láglaunastefnu Samtaka atvinnulífsins. Heyr fyrir þeim!“, segir í ályktun Framsýnar.
Verkfall 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira