Það þarf ekki alltaf að taka langan tíma að búa til ljúffengan mat, flest okkar höfum oftast ekki tíma í það svona á virkum dögum. Í þessu myndskeiði kennir Tobba okkur að búa til gómsætar sósur sem henta vel með fisknum, kötinu og grænmetinu, það besta við þessar sósur er að þær taka enga stund að gera.
Sítrónusafi Tobbu
Safi og börkur af 6-8 lífrænum sítrónum
Þvoið sítrónurnar, rífið börkinn fínlega niður og pressið safann úr þeim. Geymist í lokuðu íláti í ísskáp í viku
Mangómæjónes
300-400gr mangó
60 ml lífræn repjuolía
2-3 mtsk af sítrónusafa Tobbu
1 tsk sjávarsalt
2 hnífsoddar cayenne pipar
Blandið öllu hráefni vel saman og geymið í lokuðu íláti í kæli
Karrýsósa Tobbu
100 gr valhnetur
100gr cashewhnetur
1 lítil ferna möndlurjómi
50 ml rjómi
50 ml vatn
3 tsk gott karrý
1 hnífsoddur cayenne pipar
1 msk sítrónusafi Tobbu
sjávarsalt
Blandið öllu vel saman og geymið í lokuðu íláti í kæli
Engifer í ediki
100-200gr lífræn engiferrót.
200 ml balsamedik
Fínskerið engiferið og blandið saman við balsamedikið. Frábært sem marínering á grillkjöt og grænmeti.
