Fimm hlutir til að gera á mánudagskvöldi í rigningu Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. júní 2015 20:30 Þar sem sumarið virðist ætla að beila á okkur um sinn er um að gera að tapa sér samt ekki í neikvæðninni og finna sér heldur eitthvað skemmtilegt að gera. Glamour tók saman fimm hluti sem dreifa huganum frá sumarlægðinni á þessu annars ágæta mánudagskvöldi. 1. Masteraðu eyelinerinn Á Youtube er fullt af kennslumyndböndum hvernig skuli gera hinn fullkomna eyeliner. Hvað er betra en að eyða rigningarkvöldi í að læra það? Komdu þér vel fyrir með þolinmæðina að vopni og lærðu þetta í eitt skipti fyrir öll. 2. Horfðu á gamlar chick flicks Er ekki orðið alltof langt síðan þú horfðir á Clueless, Dirty Dancing, Pretty Woman og allar þessar myndir. Skelltu poppi í skál, rakamaska á andlitið og rifjaðu upp þessa gullmola. As if!3. Berðu á þig brúnkukrem Þar sem sólin er í feluleik þá er lítið annað í stöðunni en að ná í brúnkukremið. Það er líka engin afsökun fyrir að nenna því ekki, þar sem það er fátt annað hægt að gera á rigningarkvöldi. 4. Hand-og fótsnyrting heima Fáðu vinkonurnar í heimsókn, náðu í naglalökkin, þjalirnar, kremin og allt sem til þarf. Hand-og fótsnyrting í góðum félagsskap og með gott slúður eftir helgina getur ekki klikkað. 5. Bakaðu einhverja snilldSúkkulaðikaka, eplapæ, súkkulaðibitakökur eða gulrótarkaka? Rigning býður hreinlega upp á ljúffenga köku í kvöldkaffinu, eða ennþá betra, að baka sér bara í kvöldmatinn. Mest lesið Beint af tískupallinum í París í búðirnar Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Smekkbuxur fyrir karlmenn Glamour Sigrún Eva andlit nýrrar undirfatalínu Valentine NYC Glamour Klæðumst skrautlegum skóm Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Bella Hadid og Kendall Jenner djömmuðu saman á áramótunum Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour
Þar sem sumarið virðist ætla að beila á okkur um sinn er um að gera að tapa sér samt ekki í neikvæðninni og finna sér heldur eitthvað skemmtilegt að gera. Glamour tók saman fimm hluti sem dreifa huganum frá sumarlægðinni á þessu annars ágæta mánudagskvöldi. 1. Masteraðu eyelinerinn Á Youtube er fullt af kennslumyndböndum hvernig skuli gera hinn fullkomna eyeliner. Hvað er betra en að eyða rigningarkvöldi í að læra það? Komdu þér vel fyrir með þolinmæðina að vopni og lærðu þetta í eitt skipti fyrir öll. 2. Horfðu á gamlar chick flicks Er ekki orðið alltof langt síðan þú horfðir á Clueless, Dirty Dancing, Pretty Woman og allar þessar myndir. Skelltu poppi í skál, rakamaska á andlitið og rifjaðu upp þessa gullmola. As if!3. Berðu á þig brúnkukrem Þar sem sólin er í feluleik þá er lítið annað í stöðunni en að ná í brúnkukremið. Það er líka engin afsökun fyrir að nenna því ekki, þar sem það er fátt annað hægt að gera á rigningarkvöldi. 4. Hand-og fótsnyrting heima Fáðu vinkonurnar í heimsókn, náðu í naglalökkin, þjalirnar, kremin og allt sem til þarf. Hand-og fótsnyrting í góðum félagsskap og með gott slúður eftir helgina getur ekki klikkað. 5. Bakaðu einhverja snilldSúkkulaðikaka, eplapæ, súkkulaðibitakökur eða gulrótarkaka? Rigning býður hreinlega upp á ljúffenga köku í kvöldkaffinu, eða ennþá betra, að baka sér bara í kvöldmatinn.
Mest lesið Beint af tískupallinum í París í búðirnar Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Smekkbuxur fyrir karlmenn Glamour Sigrún Eva andlit nýrrar undirfatalínu Valentine NYC Glamour Klæðumst skrautlegum skóm Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Bella Hadid og Kendall Jenner djömmuðu saman á áramótunum Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour