Hæfur lúxusbíll á flottu verði Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 14:27 Volvo V40 Cross Country er snoturlega teiknaður bíll. Reynsluakstur – Volvo V40 Cross Country Volvo kom fram með V40 bílinn árið 2012 og leysti hann af S40 bílinn og strax árið eftir kom Cross Country útfærsla hans. Nú er þessi bíll kominn andlitslyftur og var hann kynnur hérlendis rétt fyrir síðustu áramót. Allir Cross Country útfærslur Volvo bíla standa hærra á vegi og eru með harðgerðara útliti. Það á líka við V40 Cross Country. Hann er með öðruvísi og grófgerðari stuðurum að framan og aftan, öðruvísi grilli, langbogum á þakinu og hliðarspeglar bílsins eru svartir. Ennfremur eru dekkin stærri og felgurnar 19 tommu. Á hliðunum ber mest á breytingunni á hlífðarbrettum. Mestu munar þó um aukna veghæð bílsins, en hann stendur 4 sentimetrum hærra frá vegi en hefðbundinn V40 og því er hann mun hæfari til utanvegaaksturs, rétt eins og allar Cross Country gerðir Volvo. Það var góð tilfinning að vera á slíkum bíl við reynsluakstur sem leiddi langleiðina að Kirkjubæjarklaustri og innihélt meðal annars akstur á malarvegum. Ekki minnkaði öryggistilfinningin við þá vitneskju að þessi bíll er öruggasti bíll í heimi samkvæmt mælingum EuroNCAP.Hefði farið yfir 1.000 km á tankfylli Volvo V40 Cross Country með 1,6 lítra dísilvél er alger sparigrís og sannaðist það í reynsluakstrinum. Í honum voru eknir ríflega 500 kílómetrar og tankurinn var enn ríflega hálfur af dísilolíu. Uppgefin eyðsla er 4,1 lítrar sjálfskiptur og það sannaðist, því í langakstri var hann að eyða ennþá minna. Hæglega hefði verið hægt að fara yfir 1.000 kílómetra á tankfyllinni. Þessi pena dísilvél er ekki nema 115 hestöfl en tog hennar er 285 Nm og því er hann furðu sjaldan vélarvana. Reyndi ágætlega á hana þegar markmiðið var að halda honum sem næst þriggja stafa tölu upp Kambana og fór hann létt með það og togaði hún bílinn upp áreynslulaust án þess að vera sífellt að skipta sér niður. Það er í raun fyndið að aka lúxusbíl með svo litla hestaflatölu, en þessi vél á samt svo mikinn rétt á sér í þessum bíl sökum þessarar mjög lágu eyðslu og vegna þess að hún dugar bílnum oftast og margir ökumenn gera ekki kröfur um meira afl. Ekki er hinsvegar mjög spennandi að gefa bílnum inn, hvort sem það er frá kyrrstöðu eða á ferð, en þá þarf að bíða dável eftir einhverju upptaki sem finnst almennilega fyrir. Það er ekki á sama tíma gefið og tekið í þessum fræðum, en vel má sætta sig við þessa vél með sínum kostum.Beinskiptur fremur en sjálfskiptur Sjálfskiptingin sem tengd er við þessa vél er ekki sú liprasta og kom stundum á óvart hvenær hún var að skipta sér og með enn betri sjálfskiptingu væri vafalaust hægt að fá meira útúr þessari vél. Því leiðir það hugann að því að betra væri að velja hann með beinskiptingu og það sem réttlætir það val enn frekar er að þá er hann hálfri milljón ódýrari og kostar 4.530.00 í stað 5.030.000 kr. Auk þess er uppgefin eyðsla þess beinskipta 3,8 lítrar. Að mati greinarritara er bæði skemmtilegra og hentugra að hafa ekki stærri bíl en þetta með beinskiptingu og sú útfærsla yrði alltaf fyrir valinu hvað þennan bíl varðar. Volvo V40 Cross Country má fá með 190 hestafla dísilvél og fær hann þá stafina D4 að aftan, en með henni er þessi fremur netti bíll vafalaust sem raketta. Með þeirri vél kostar bíllinn 5.520.000 kr. beinskiptur og 6.020.000 kr. sjálfskiptur. Bíllinn er ekki í boði með bensínvélum hér á landi og má að mörgu leiti furða sig á því að enginn gerð Volvo bíla býðst hérlendis með bensínvél. Lágstemmd innrétting en gott verðAð innan er Volvo V40 Cross Country snyrtilegur bíll, en þar skortir samt þá lúxustilfinningu sem gjarnan má finna í þýskum samkeppnisbílum hans. Innréttingar Volvo eru alla jafna fremur lágstemmdar og sú tilfinning læddist að mér að kominn væri tími á uppfærslu þessarar. Framsætin eru engu að síður frábær og ekki fannst fyrir þreytu við langan akstur. Einn af ókostum þessa bíls þar sem hann á að vera fær um að glíma við erfiðari vegi á ferðalögum er hve lítið skottrými hans er, eða aðeins 335 lítrar. Akstur bílsins var í raun mjög ánægjulegur og eiginleikar bílsins einkar góðir. Innanbæjar er hann ferlega lipur og finnst gaman að fara hratt í beygjur. Bíllinn er fremur stífur á fjöðrun og því ræður hann vel við að láta henda sér til og missir seint veggrip. Í utanbæjarakstri er hann ekki síður þægilegur og það viljugur að sífellt þarf að horfa á hraðamælinn til að vera ekki kominn í kast við lögin. Ekkert finnst fyrir hraðanum og bíllinn ágætlega einangraður. Ekki heyrðist einu sinni mikið í vetrardekkjunum sem hann var ennþá á. Verð Volvo V40 Cross Country er lágt en erfitt að bera hann saman við aðra lúxusbíla í sama stærðarflokki. Nærtækast er samt að taka til BMW X1 jepplinginn, sem fæst á 6.990.000 sjálfskiptur, Mercedes Benz GLA á 5.910.000 kr. og Audi Q3 á 7.490.000 kr. Allir eru þessir bílar þó stærri en Volvo V40 Cross Country og með nokkru hærri sætisstöðu. Þeir eru líka með stærri og öflugri vélar. Kostir: Lítil eyðsla, þægilegur í akstri, lágt verðÓkostir: Lítið skottrými, lágstemmd innrétting 1,6 l. dísilvél, 115 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 108 g/km CO2 Hröðun: 11,9 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð frá: 4.530.000 kr. Umboð: BrimborgStílhrein, naumhyggjuleg innrétting en allt mjög snyrtilegt eins og ávallt frá lúxusbílaframleiðandanum Volvo.Nokkuð stórt skott og góð opnun. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent
Reynsluakstur – Volvo V40 Cross Country Volvo kom fram með V40 bílinn árið 2012 og leysti hann af S40 bílinn og strax árið eftir kom Cross Country útfærsla hans. Nú er þessi bíll kominn andlitslyftur og var hann kynnur hérlendis rétt fyrir síðustu áramót. Allir Cross Country útfærslur Volvo bíla standa hærra á vegi og eru með harðgerðara útliti. Það á líka við V40 Cross Country. Hann er með öðruvísi og grófgerðari stuðurum að framan og aftan, öðruvísi grilli, langbogum á þakinu og hliðarspeglar bílsins eru svartir. Ennfremur eru dekkin stærri og felgurnar 19 tommu. Á hliðunum ber mest á breytingunni á hlífðarbrettum. Mestu munar þó um aukna veghæð bílsins, en hann stendur 4 sentimetrum hærra frá vegi en hefðbundinn V40 og því er hann mun hæfari til utanvegaaksturs, rétt eins og allar Cross Country gerðir Volvo. Það var góð tilfinning að vera á slíkum bíl við reynsluakstur sem leiddi langleiðina að Kirkjubæjarklaustri og innihélt meðal annars akstur á malarvegum. Ekki minnkaði öryggistilfinningin við þá vitneskju að þessi bíll er öruggasti bíll í heimi samkvæmt mælingum EuroNCAP.Hefði farið yfir 1.000 km á tankfylli Volvo V40 Cross Country með 1,6 lítra dísilvél er alger sparigrís og sannaðist það í reynsluakstrinum. Í honum voru eknir ríflega 500 kílómetrar og tankurinn var enn ríflega hálfur af dísilolíu. Uppgefin eyðsla er 4,1 lítrar sjálfskiptur og það sannaðist, því í langakstri var hann að eyða ennþá minna. Hæglega hefði verið hægt að fara yfir 1.000 kílómetra á tankfyllinni. Þessi pena dísilvél er ekki nema 115 hestöfl en tog hennar er 285 Nm og því er hann furðu sjaldan vélarvana. Reyndi ágætlega á hana þegar markmiðið var að halda honum sem næst þriggja stafa tölu upp Kambana og fór hann létt með það og togaði hún bílinn upp áreynslulaust án þess að vera sífellt að skipta sér niður. Það er í raun fyndið að aka lúxusbíl með svo litla hestaflatölu, en þessi vél á samt svo mikinn rétt á sér í þessum bíl sökum þessarar mjög lágu eyðslu og vegna þess að hún dugar bílnum oftast og margir ökumenn gera ekki kröfur um meira afl. Ekki er hinsvegar mjög spennandi að gefa bílnum inn, hvort sem það er frá kyrrstöðu eða á ferð, en þá þarf að bíða dável eftir einhverju upptaki sem finnst almennilega fyrir. Það er ekki á sama tíma gefið og tekið í þessum fræðum, en vel má sætta sig við þessa vél með sínum kostum.Beinskiptur fremur en sjálfskiptur Sjálfskiptingin sem tengd er við þessa vél er ekki sú liprasta og kom stundum á óvart hvenær hún var að skipta sér og með enn betri sjálfskiptingu væri vafalaust hægt að fá meira útúr þessari vél. Því leiðir það hugann að því að betra væri að velja hann með beinskiptingu og það sem réttlætir það val enn frekar er að þá er hann hálfri milljón ódýrari og kostar 4.530.00 í stað 5.030.000 kr. Auk þess er uppgefin eyðsla þess beinskipta 3,8 lítrar. Að mati greinarritara er bæði skemmtilegra og hentugra að hafa ekki stærri bíl en þetta með beinskiptingu og sú útfærsla yrði alltaf fyrir valinu hvað þennan bíl varðar. Volvo V40 Cross Country má fá með 190 hestafla dísilvél og fær hann þá stafina D4 að aftan, en með henni er þessi fremur netti bíll vafalaust sem raketta. Með þeirri vél kostar bíllinn 5.520.000 kr. beinskiptur og 6.020.000 kr. sjálfskiptur. Bíllinn er ekki í boði með bensínvélum hér á landi og má að mörgu leiti furða sig á því að enginn gerð Volvo bíla býðst hérlendis með bensínvél. Lágstemmd innrétting en gott verðAð innan er Volvo V40 Cross Country snyrtilegur bíll, en þar skortir samt þá lúxustilfinningu sem gjarnan má finna í þýskum samkeppnisbílum hans. Innréttingar Volvo eru alla jafna fremur lágstemmdar og sú tilfinning læddist að mér að kominn væri tími á uppfærslu þessarar. Framsætin eru engu að síður frábær og ekki fannst fyrir þreytu við langan akstur. Einn af ókostum þessa bíls þar sem hann á að vera fær um að glíma við erfiðari vegi á ferðalögum er hve lítið skottrými hans er, eða aðeins 335 lítrar. Akstur bílsins var í raun mjög ánægjulegur og eiginleikar bílsins einkar góðir. Innanbæjar er hann ferlega lipur og finnst gaman að fara hratt í beygjur. Bíllinn er fremur stífur á fjöðrun og því ræður hann vel við að láta henda sér til og missir seint veggrip. Í utanbæjarakstri er hann ekki síður þægilegur og það viljugur að sífellt þarf að horfa á hraðamælinn til að vera ekki kominn í kast við lögin. Ekkert finnst fyrir hraðanum og bíllinn ágætlega einangraður. Ekki heyrðist einu sinni mikið í vetrardekkjunum sem hann var ennþá á. Verð Volvo V40 Cross Country er lágt en erfitt að bera hann saman við aðra lúxusbíla í sama stærðarflokki. Nærtækast er samt að taka til BMW X1 jepplinginn, sem fæst á 6.990.000 sjálfskiptur, Mercedes Benz GLA á 5.910.000 kr. og Audi Q3 á 7.490.000 kr. Allir eru þessir bílar þó stærri en Volvo V40 Cross Country og með nokkru hærri sætisstöðu. Þeir eru líka með stærri og öflugri vélar. Kostir: Lítil eyðsla, þægilegur í akstri, lágt verðÓkostir: Lítið skottrými, lágstemmd innrétting 1,6 l. dísilvél, 115 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 108 g/km CO2 Hröðun: 11,9 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð frá: 4.530.000 kr. Umboð: BrimborgStílhrein, naumhyggjuleg innrétting en allt mjög snyrtilegt eins og ávallt frá lúxusbílaframleiðandanum Volvo.Nokkuð stórt skott og góð opnun.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent