Gengur á með hríðarbyl við Laxá en veiðin samt mjög góð Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2015 12:00 Morgunverkin við Laxá í morgun fólust m.a. í að skafa snjó af bílunum Mynd: Steingrímur Sævarr Ólafsson Við sögðum frá því í morgun að veiði væri hafin á urriðasvæðunum í Laxá og það er óhætt að segja að aðstæður reyni aðeins á veiðimenn. Einn af þeim sem stendur við bakkann þessa stundina er Steingrímur Sævarr Ólafsson en hann og hans veiðifélagi eru komnir með fimm flotta og vel haldna urriða í morgun. „Við erum staddir núna við Geirastaði og erum búnir að taka fimm fiska hérna sem eru allir feitir og flottir" sagði Steingrímur þegar við heyrðum í honum við bakkann áðan. "Það sem er helst að plaga okkur er veðrið en hér gengur á hríðarbylur og hitastigið er um mínus 2 gráður. Við fórum ekki út fyrr en um hálf níu í morgun og fyrstu morgunverkin voru að finna snjósköfuna í skottinu til að skafa bílinn“ bætir Steingrímur við. Miðað við spánna næstu daga lítur út fyrir að snjóskafa þurfi að vera staðalbúnaður í veiðitöskunni. Urriði sem Steingrímur veiddi í morgun við Geirastaði.En þrátt fyrir þetta kuldahret við Laxá er veiðin mjög góð en um 240 fiskum hefur þegar verið landað og veiðin í dalnum var um 50 fiskar eftir fyrsta daginn. Fiskurinn í dalnum er yfirleitt nokkuð stærri en á báðum svæðum tala veiðimenn þó um að urriðinn sé sérstaklega tökuglaður og komi feitur og pattaralegur undan vetri.Ef þú vilt deila með okkur veiðifrétt og veiðimyndum máttu senda póst á [email protected] Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Við sögðum frá því í morgun að veiði væri hafin á urriðasvæðunum í Laxá og það er óhætt að segja að aðstæður reyni aðeins á veiðimenn. Einn af þeim sem stendur við bakkann þessa stundina er Steingrímur Sævarr Ólafsson en hann og hans veiðifélagi eru komnir með fimm flotta og vel haldna urriða í morgun. „Við erum staddir núna við Geirastaði og erum búnir að taka fimm fiska hérna sem eru allir feitir og flottir" sagði Steingrímur þegar við heyrðum í honum við bakkann áðan. "Það sem er helst að plaga okkur er veðrið en hér gengur á hríðarbylur og hitastigið er um mínus 2 gráður. Við fórum ekki út fyrr en um hálf níu í morgun og fyrstu morgunverkin voru að finna snjósköfuna í skottinu til að skafa bílinn“ bætir Steingrímur við. Miðað við spánna næstu daga lítur út fyrir að snjóskafa þurfi að vera staðalbúnaður í veiðitöskunni. Urriði sem Steingrímur veiddi í morgun við Geirastaði.En þrátt fyrir þetta kuldahret við Laxá er veiðin mjög góð en um 240 fiskum hefur þegar verið landað og veiðin í dalnum var um 50 fiskar eftir fyrsta daginn. Fiskurinn í dalnum er yfirleitt nokkuð stærri en á báðum svæðum tala veiðimenn þó um að urriðinn sé sérstaklega tökuglaður og komi feitur og pattaralegur undan vetri.Ef þú vilt deila með okkur veiðifrétt og veiðimyndum máttu senda póst á [email protected]
Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði