Starfsfólki Landspítalans heitt í hamsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júní 2015 21:00 Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar. Verkfall 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar.
Verkfall 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira