Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júní 2015 16:17 Hér má sjá bifreið Gunnars Braga Sveinssonar, glænýja úr kassanum. vísir/ernir Það sem af er kjörtímabíli hefur ríkið varið tæpum 36 milljónum króna til kaupa á ráðherrabílum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur. Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýjar bifreiðar það sem af er kjörtímabili. Bifreið utanríkisráðherra, Land Rover Discovery, er dýrastur nýju bílanna en hann kostaði rúmlega 13,2 milljónir og Land Cruiser 150 bifreið sjávarútvegsráðherra kostaði 12,7 milljónir. Fjármálaráðherra ekur um í ódýrasta bílnum en Mercedes Benz E250 bifreið hans kostaði aðeins 9,6 milljónir. Söluandvirði eldri bifreiða nemur tæpum átta milljónum króna. Í 8. gr. reglugerðar nr. 816/2013, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skuli vera sérútbúin með öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði og vera í eigu og rekstri ríkisins. Slíkri bifreið skuli að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinni jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að bifreiðar Stjórnarráðsins séu komnar til ára sinna enda hafi endurnýjun þeirra verið frestað frá árinu 2008. Elstu bifreiðarnar séu frá árinu 2004. Notkun bílanna sé mikil og sumar þeirra eru eknar allt að 60.000 kílómetra á ári. Þá hafi viðhalds- og rekstrarkostn-aður aukist töluvert á undanförnum árum, en gert er ráð fyrir að hann lækki samhliða endurnýjun. Alþingi Tengdar fréttir Seldi bílinn 100 ára og keypti sér skutlu Lárus Sigfússon fyrrum ráðherrabílstjóri hætti að keyra í nóvember. 12. febrúar 2015 08:00 Skilaði nýja ráðherrabílnum - ekur um á tæplega tíu ára gömlum bíl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skilaði nýrri Benz-bifreið sem forveri hans, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði pantað til reynslu. 19. júní 2013 23:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það sem af er kjörtímabíli hefur ríkið varið tæpum 36 milljónum króna til kaupa á ráðherrabílum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur. Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýjar bifreiðar það sem af er kjörtímabili. Bifreið utanríkisráðherra, Land Rover Discovery, er dýrastur nýju bílanna en hann kostaði rúmlega 13,2 milljónir og Land Cruiser 150 bifreið sjávarútvegsráðherra kostaði 12,7 milljónir. Fjármálaráðherra ekur um í ódýrasta bílnum en Mercedes Benz E250 bifreið hans kostaði aðeins 9,6 milljónir. Söluandvirði eldri bifreiða nemur tæpum átta milljónum króna. Í 8. gr. reglugerðar nr. 816/2013, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skuli vera sérútbúin með öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði og vera í eigu og rekstri ríkisins. Slíkri bifreið skuli að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinni jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að bifreiðar Stjórnarráðsins séu komnar til ára sinna enda hafi endurnýjun þeirra verið frestað frá árinu 2008. Elstu bifreiðarnar séu frá árinu 2004. Notkun bílanna sé mikil og sumar þeirra eru eknar allt að 60.000 kílómetra á ári. Þá hafi viðhalds- og rekstrarkostn-aður aukist töluvert á undanförnum árum, en gert er ráð fyrir að hann lækki samhliða endurnýjun.
Alþingi Tengdar fréttir Seldi bílinn 100 ára og keypti sér skutlu Lárus Sigfússon fyrrum ráðherrabílstjóri hætti að keyra í nóvember. 12. febrúar 2015 08:00 Skilaði nýja ráðherrabílnum - ekur um á tæplega tíu ára gömlum bíl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skilaði nýrri Benz-bifreið sem forveri hans, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði pantað til reynslu. 19. júní 2013 23:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Seldi bílinn 100 ára og keypti sér skutlu Lárus Sigfússon fyrrum ráðherrabílstjóri hætti að keyra í nóvember. 12. febrúar 2015 08:00
Skilaði nýja ráðherrabílnum - ekur um á tæplega tíu ára gömlum bíl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skilaði nýrri Benz-bifreið sem forveri hans, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði pantað til reynslu. 19. júní 2013 23:13