Áhorfandinn sem hljóp inn á völlinn í leik Stjörnunnar og Lech Poznan í Evrópudeildinni í fyrra þarf að greiða háa fjárhæð fyrir athæfi sitt.
Málið gegn Marek Bogdan Czeski var tekið fyrir í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Stjarnan þurfti að greiða um 1,3 milljónir króna í sekt út af hlaupi hans inn á völlinn og þann pening vildi Stjarnan fá til baka.
Sjá einnig: Stjarnan krefst skaðabóta af stuðningsmanni Lech Poznan
Héraðsdómur var sammála því og dæmdi Marek til þess að greiða sektina ásamt því að þurfa að greiða málsvarnarlaun. Marek þarf því í heildina að greiða um 1,7 milljónir króna fyrir sprettinn inn á völlinn.
Hann var einnig dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðið fellur niður eftir tvö ár ef Marek brýtur ekki aftur af sér.
Hér má lesa dóminn í heild sinni og að ofan má sjá er Marek hleypur inn á völlinn.
Stuðningsmaður Lech Poznan þarf að greiða sekt Stjörnunnar
Mest lesið






Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
Íslenski boltinn

