Flestir hinna látnu eru ferðamenn, meðal annars frá Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu. 36 eru sagðir særðir.
Þrjár árásir hafa verið gerðar í dag í Túnis, Frakklandi og í Kúveit. Minnst 25 létust í sjálfsmorðsárás við mosku í Kúvæt. Þá var bíl ekið inn í gasverksmiðju í Frakklandi og höfði stillt upp við hlið verksmiðjunnar.
Íslamska ríkið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um heim allan að fjölga árásum á meðan Ramadan stendur yfir. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort að þeir hafi staðið við árásina í Túnis.Þar að auki hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Pentagon að ekki sé ljóst hvort að árásirnar þrjár hafi verið samhæfðar.
Meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.
Innanríkisráðuneyti Túnis sagði í dag að annar árásarmaður hafi flúið af vettvangi. Þá hafa miðlar í Túnis sagt að sá maður hafi verið handtekinn. Samkvæmt Sky news hefur það ekki fengist staðfest, né er ljóst hvernig hann er sagður hafa komið að árásinni.