Alfa Romeo Guilia gegn BMW M3 Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 13:13 Alfa Romeo Guilia er snyrtilega hannaður. Eftir fáeina daga mun Alfa Romeo kynna fyrsta bílinn í röð nýrra bíla sinna sem keppa eiga við þýsku lúxusbílamerkin. Þessi bíll er Alfa Romeo Guilia og honum er att saman við BMW M3 og Audi RS4. Eigandi Alfa Romeo er Fiat og forstjóri þess hefur úttalað sig um að merki Alfa Romeo verði reist til fyrri virðingar og muni keppa af fullum krafti við þýsku bílaframleiðendurna. Hann sagði ennfremur að Alfa Romeo ætlaði að koma fram með mun frísklegri bíla en hina steingeldu bíla þeirra þýsku. Ekki lítil orð þar en spurning hvort kaupendur muni verða sammála honum. Þessi nýi Alfa Romeo Guilia er reyndar enginn venjulegru bíll enda 510 hestöfl sem fæst úr 3,0 lítra V6 vél frá Ferrari. Þá vél má einnig finna í Maserati Quattroporte og Maserati Ghibli. Bíllinn verður eingöngu í boði með afturdrifi og beinskiptingu, semsagt sem hreinræktaður sportbíll. Alfa Romeo Guilia mun koma á markað í byrjun næsta árs. Hann mun einnig fást með 2,0 lítra forþjöppubensínvél og 3,0 lítra dísilvél, en þá vél má einnig finna í Jeep- og Maserati bílum. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent
Eftir fáeina daga mun Alfa Romeo kynna fyrsta bílinn í röð nýrra bíla sinna sem keppa eiga við þýsku lúxusbílamerkin. Þessi bíll er Alfa Romeo Guilia og honum er att saman við BMW M3 og Audi RS4. Eigandi Alfa Romeo er Fiat og forstjóri þess hefur úttalað sig um að merki Alfa Romeo verði reist til fyrri virðingar og muni keppa af fullum krafti við þýsku bílaframleiðendurna. Hann sagði ennfremur að Alfa Romeo ætlaði að koma fram með mun frísklegri bíla en hina steingeldu bíla þeirra þýsku. Ekki lítil orð þar en spurning hvort kaupendur muni verða sammála honum. Þessi nýi Alfa Romeo Guilia er reyndar enginn venjulegru bíll enda 510 hestöfl sem fæst úr 3,0 lítra V6 vél frá Ferrari. Þá vél má einnig finna í Maserati Quattroporte og Maserati Ghibli. Bíllinn verður eingöngu í boði með afturdrifi og beinskiptingu, semsagt sem hreinræktaður sportbíll. Alfa Romeo Guilia mun koma á markað í byrjun næsta árs. Hann mun einnig fást með 2,0 lítra forþjöppubensínvél og 3,0 lítra dísilvél, en þá vél má einnig finna í Jeep- og Maserati bílum.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent