Fjórir frískir en smáir sportarar á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 10:45 Audi TT RS. Audi TT RS Núverandi Audi TT RS er bullandi skemmtilegur bíll og öflugur en næsta gerð bílsins sem von er á árið 2017 fær að minnsta kosti 400 hestafla vél. Það sem ef til vill athygliverðara er að hann verður með fimm strokka vélina sem ættuð er úr Group B rallinu. Hann verður sjálfskiptur með hinni þekktu og góðu DSG-sjálfskiptingu. Mikið verður notað af áli í yfirbyggingu bílsins og því ætti hann að verða léttur og sprækur með öll þessi hestöfl. Einnig er búist við því að Audi muni setja fjöðrun hans upp með ralleiginleikum, svo hann ætti að geta skvett aðeins út rassinum og hagað sér illa fyrir þá sem við það ráða. Audi ætti að selja vel af þessum bíl ef tekið er mið af því að þegar þeir voru að velta fyrir sér smíði forvera hans báðu þeir tilvonandi kúnna að leggja að pöntun fyrir bílnum, til að sjá hvort að það væri þess virði að smíða hann. Einir 11.500 gerðu það og keyptu nær allir bílinn þegar hann svo kom út. Mikil eftirspurn er eftir öllum RS-gerðum Audi bíla í Bandaríkjunum og þangað munu margir af þeim nýja fara.Mazdaspeed3.Mazdaspeed3 Eins og er framleiðir Mazda ekki þessa kraftaútgáfu Mazda3, en það mun breytast eftir um tvö ár. Líklega kemur nýr Mazda3 á næsta ári og þessi öfluga útgáfa hans árið 2017. Síðasti Mazdaspeed3 var með 263 hestafla vél en hann var nokkuð gagnrýndur fyrir að vera erfiður í stýri og spóla fullmikið með allt þetta afl á einu drifi, þ.e. framhjóladrifi. Úr því ætlar Mazda að bæta með því að hafa nýja bílinn fjórhjóladrifinn. Hann mun auk þess fá 2,5 lítra Skyactive vél í stað 2,3 lítra vélar og verður sú nýja að minnsta kosti 300 hestöfl. Bíllinn verður líklega aðeins í boði með beinskiptingu, enda hefur Mazda enga reynslu af skiptingu með tvöfaldri kúplingu og ólíklegt er að Mazda setji í hann venjulega sjálfskiptingu. Bíllinn verður aðeins í boði sem hlaðbakur. Þessi nýi bíll ætti að veita Volkswagen Golf R og Ford Focus RS væna samkeppni.Honda Civic Type R.Honda Civic Type R Öndvert við Mazdaspeed3 mun þessi bíll koma á markað fljótt, eða seint á þessu ári. Hann verður með 306 hestafla vél með 2,0 lítra sprengirými. Evrópuútgáfa hans verður fjögurra dyra en bandaríska útgáfan tveggja dyra. Þessi bíll verður á nýjum undirvagni, þess sama og á venjulegum Honda Civic og Si útgáfu hans. Bíllinn verður með lengra bil milli hjóla, lægri á vegi og með lengra húdd. Honda Civic Type R mun keppa við Volkswagen Golf R en Civic Si við Golf GTI, enda afl þeirra svipað. Með þessu kraftabíl Honda mun fyrirtækið vonandi slökkva þær óánægjuraddir sem fylgdu í kjölfar níundu kynslóðar Civic og því að hætta tímabundið að framleiða Type R útgáfuna. Svo virðist sem Honda hafi áttað sig á því að vart gengur að bjóða ekki kraftabíla af kunnum bílgerðum sínum, líkt og aðrir framleiðendur gera.BMW M2.BMW M2 Ekki þarf lengi að bíða eftir þessum bíl, en fyrstu bílarnir ættu að renna af færibandinu seint á þessu ári. Hann mun liggja á milli BMW M235i og BMW M4 bílanna og fá ýmislegt úr smiðju þeirra. Bremsur, fjöðrun og fleira verður beint úr M4 bílnum, en undir húddinu verður örlítið breytt vél úr M235i bílnum og aðeins öflugri. Verður hún eitthvað norðan við 360 hestöflin. Við vélina verður tengd annaðhvort 6 gíra beinskipting eða 7 gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu. Búist er við því að hann verði aðeins í boði afturhjóladrifinn. Sumir þeir sem fjallað hafa um þennan nýja bíl óttast að hann verði líkari M4 en hinum afar skemmtilega og smáa M235i. Vonandi hafa þeir rangt fyrir sér. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent
Audi TT RS Núverandi Audi TT RS er bullandi skemmtilegur bíll og öflugur en næsta gerð bílsins sem von er á árið 2017 fær að minnsta kosti 400 hestafla vél. Það sem ef til vill athygliverðara er að hann verður með fimm strokka vélina sem ættuð er úr Group B rallinu. Hann verður sjálfskiptur með hinni þekktu og góðu DSG-sjálfskiptingu. Mikið verður notað af áli í yfirbyggingu bílsins og því ætti hann að verða léttur og sprækur með öll þessi hestöfl. Einnig er búist við því að Audi muni setja fjöðrun hans upp með ralleiginleikum, svo hann ætti að geta skvett aðeins út rassinum og hagað sér illa fyrir þá sem við það ráða. Audi ætti að selja vel af þessum bíl ef tekið er mið af því að þegar þeir voru að velta fyrir sér smíði forvera hans báðu þeir tilvonandi kúnna að leggja að pöntun fyrir bílnum, til að sjá hvort að það væri þess virði að smíða hann. Einir 11.500 gerðu það og keyptu nær allir bílinn þegar hann svo kom út. Mikil eftirspurn er eftir öllum RS-gerðum Audi bíla í Bandaríkjunum og þangað munu margir af þeim nýja fara.Mazdaspeed3.Mazdaspeed3 Eins og er framleiðir Mazda ekki þessa kraftaútgáfu Mazda3, en það mun breytast eftir um tvö ár. Líklega kemur nýr Mazda3 á næsta ári og þessi öfluga útgáfa hans árið 2017. Síðasti Mazdaspeed3 var með 263 hestafla vél en hann var nokkuð gagnrýndur fyrir að vera erfiður í stýri og spóla fullmikið með allt þetta afl á einu drifi, þ.e. framhjóladrifi. Úr því ætlar Mazda að bæta með því að hafa nýja bílinn fjórhjóladrifinn. Hann mun auk þess fá 2,5 lítra Skyactive vél í stað 2,3 lítra vélar og verður sú nýja að minnsta kosti 300 hestöfl. Bíllinn verður líklega aðeins í boði með beinskiptingu, enda hefur Mazda enga reynslu af skiptingu með tvöfaldri kúplingu og ólíklegt er að Mazda setji í hann venjulega sjálfskiptingu. Bíllinn verður aðeins í boði sem hlaðbakur. Þessi nýi bíll ætti að veita Volkswagen Golf R og Ford Focus RS væna samkeppni.Honda Civic Type R.Honda Civic Type R Öndvert við Mazdaspeed3 mun þessi bíll koma á markað fljótt, eða seint á þessu ári. Hann verður með 306 hestafla vél með 2,0 lítra sprengirými. Evrópuútgáfa hans verður fjögurra dyra en bandaríska útgáfan tveggja dyra. Þessi bíll verður á nýjum undirvagni, þess sama og á venjulegum Honda Civic og Si útgáfu hans. Bíllinn verður með lengra bil milli hjóla, lægri á vegi og með lengra húdd. Honda Civic Type R mun keppa við Volkswagen Golf R en Civic Si við Golf GTI, enda afl þeirra svipað. Með þessu kraftabíl Honda mun fyrirtækið vonandi slökkva þær óánægjuraddir sem fylgdu í kjölfar níundu kynslóðar Civic og því að hætta tímabundið að framleiða Type R útgáfuna. Svo virðist sem Honda hafi áttað sig á því að vart gengur að bjóða ekki kraftabíla af kunnum bílgerðum sínum, líkt og aðrir framleiðendur gera.BMW M2.BMW M2 Ekki þarf lengi að bíða eftir þessum bíl, en fyrstu bílarnir ættu að renna af færibandinu seint á þessu ári. Hann mun liggja á milli BMW M235i og BMW M4 bílanna og fá ýmislegt úr smiðju þeirra. Bremsur, fjöðrun og fleira verður beint úr M4 bílnum, en undir húddinu verður örlítið breytt vél úr M235i bílnum og aðeins öflugri. Verður hún eitthvað norðan við 360 hestöflin. Við vélina verður tengd annaðhvort 6 gíra beinskipting eða 7 gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu. Búist er við því að hann verði aðeins í boði afturhjóladrifinn. Sumir þeir sem fjallað hafa um þennan nýja bíl óttast að hann verði líkari M4 en hinum afar skemmtilega og smáa M235i. Vonandi hafa þeir rangt fyrir sér.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent