Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. júlí 2015 12:15 Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur. Verkfall 2016 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur.
Verkfall 2016 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira