Skoda bæði hjálpar og skaðar Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 09:37 Skoda Superb árgerð 2016. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda er eins og kunnugt er í eigu Volkswagen. Eins og með ýmis önnur bílamerki Volkswagen gengur rekstur Skoda betur en móðurfyrirtækisins. Mestur hagnaður Volkswagen bílafjölskyldunnar kemur einmitt frá undirmerkjum þess, að mestu frá Audi, Porsche og Skoda. Góð sala Skoda bíla á undanförnum árum hefur vafalaust tekið nokkuð af sölu Volkswagen bíla, en bílar Skoda eru ódýrari en Volkswagen og þar sem kaupendur þeirra þekkja til gæða Skoda bíla verða þeir jafnvel fremur fyrir valinu. Því er gott gengi Skoda bæði til heilla fyrir Volkswagen, en í leiðinni skaðar sölu á Volkswagen bílum. Skoda seldi fyrsta sinni í fyrra yfir 1 milljón bíla og jókst salan um 13%. Hagnaður fyrirtækisins jókst í leiðinni um 50% og hagnaður af sölu nam 7%, sem þykir gott í þessum geira. Hagnaðaur af sölu Volkswagen var til samanburðar aðeins 2,5%. Skoda ætlar að kynna til leiks nýjar bílgerðir, aðallega nýjar kynslóðir þekktra Skoda bíla, á 6 mánaða fresti á næstu árum. Gott dæmi um sölulegan bíl Skoda er Superb, stærsti fólksbíll Skoda, sem hefur innanrými á við BMW 5 og kostar minna en Volkswagen Passat. Hann er nú að koma út af nýrri kynslóð og þykir lofa góðu. Næsti nýi bíll Skoda verður svo 7 sæta jepplingur sem hefur nú vinnuheitið A-Plus og kemur hann á markað á næsta ári. Sumir hafa bent á það að ástæðan fyrir betra gengi Skoda en Volkswagen sé ekki síst vegna þess að hjá Skoda séu ákvarðanir teknar hraðar og dirfska þeirra meiri en hjá móðurfyrirtækinu, sem oft þykir íhaldssamt og lengi að snúa sér. Þá hefur 110 ára saga Skoda sem bílaframleiðanda og mikil verkfræðiþekking þeirra ásamt lægri launakostnaði í Tékklandi en Þýskalandi gefið Skoda ákveðið forskot á Volkswagen. Einnig hefur verið bent á það að mikið þróunarstarf fari fram hjá Volkswagen sem önnur undirmerki Volkswagen njóti mjög góðs af, meðal annars Skoda. Dæmi um það er hinn sveigjanlegi MQB undirvagn sem notaður er í svo marga bíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent
Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda er eins og kunnugt er í eigu Volkswagen. Eins og með ýmis önnur bílamerki Volkswagen gengur rekstur Skoda betur en móðurfyrirtækisins. Mestur hagnaður Volkswagen bílafjölskyldunnar kemur einmitt frá undirmerkjum þess, að mestu frá Audi, Porsche og Skoda. Góð sala Skoda bíla á undanförnum árum hefur vafalaust tekið nokkuð af sölu Volkswagen bíla, en bílar Skoda eru ódýrari en Volkswagen og þar sem kaupendur þeirra þekkja til gæða Skoda bíla verða þeir jafnvel fremur fyrir valinu. Því er gott gengi Skoda bæði til heilla fyrir Volkswagen, en í leiðinni skaðar sölu á Volkswagen bílum. Skoda seldi fyrsta sinni í fyrra yfir 1 milljón bíla og jókst salan um 13%. Hagnaður fyrirtækisins jókst í leiðinni um 50% og hagnaður af sölu nam 7%, sem þykir gott í þessum geira. Hagnaðaur af sölu Volkswagen var til samanburðar aðeins 2,5%. Skoda ætlar að kynna til leiks nýjar bílgerðir, aðallega nýjar kynslóðir þekktra Skoda bíla, á 6 mánaða fresti á næstu árum. Gott dæmi um sölulegan bíl Skoda er Superb, stærsti fólksbíll Skoda, sem hefur innanrými á við BMW 5 og kostar minna en Volkswagen Passat. Hann er nú að koma út af nýrri kynslóð og þykir lofa góðu. Næsti nýi bíll Skoda verður svo 7 sæta jepplingur sem hefur nú vinnuheitið A-Plus og kemur hann á markað á næsta ári. Sumir hafa bent á það að ástæðan fyrir betra gengi Skoda en Volkswagen sé ekki síst vegna þess að hjá Skoda séu ákvarðanir teknar hraðar og dirfska þeirra meiri en hjá móðurfyrirtækinu, sem oft þykir íhaldssamt og lengi að snúa sér. Þá hefur 110 ára saga Skoda sem bílaframleiðanda og mikil verkfræðiþekking þeirra ásamt lægri launakostnaði í Tékklandi en Þýskalandi gefið Skoda ákveðið forskot á Volkswagen. Einnig hefur verið bent á það að mikið þróunarstarf fari fram hjá Volkswagen sem önnur undirmerki Volkswagen njóti mjög góðs af, meðal annars Skoda. Dæmi um það er hinn sveigjanlegi MQB undirvagn sem notaður er í svo marga bíla Volkswagen bílafjölskyldunnar.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent